Sindri bætti eigið mótsmet

Sindri Hrafn Guðmundsson
Sindri Hrafn Guðmundsson mbl.is/Kristinn Magnússon

Sindri Hrafn Guðmundsson úr Breiðabliki varð um síðustu helgi meistari í spjótkasti í Mountain West háskóladeildinni.

Sindri kastaði 78,14 metra á mótinu sem fram fór í Fresno í Kaliforníu og vann með yfirburðum. Hann bætti þar með eigið mótsmet sem hann setti á síðasta ári.

Úrtökumót fyrir bandaríska háskólameistaramótið fer fram um aðra helgi og þá ræðst hverjir komast á það mót en alls eru það 24 keppendur í hverri grein sem vinna sér inn þátttökurétt en það mót verður haldið í Eugene, Oregon, dagana 6.-9. júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert