McGregor hrifinn af Putin

Conor McGregor segir Vladimir Putin einn mesta leiðtoga vorra tíma.
Conor McGregor segir Vladimir Putin einn mesta leiðtoga vorra tíma. AFP

Hinn umdeildi UFC-bardagakappi Conor McGregor lætur sér fátt um finnast hvað öðrum finnst um hann og syndir gjarnan gegn straumnum.

Í dag birti hann mynd af sér og Vladimir Putin, forseta Rússlands. Hann notaði tækifærið og þakkaði Putin fyrir boðið og lýsti honum sem einum af mestu leiðtogum vorra tíma.

„Í dag var mér boðið á úrslitaleik heimsmeistaramótsins sem gesti forseta Rússlands, Valdimir Putin. Þessi maður er einn mesti leiðtogi vorra tíma og það var heiður að vera viðstaddur svona mikinn viðburð. Þetta var mikill heiður, herra Putin. Takk fyrir og til hamingju með frábært heimsmeistaramót.“ 

mbl.is