Eyþóra keppir fyrir Holland á EM

Eyþóra Þórisdóttir keppir fyrir Holland á EM.
Eyþóra Þórisdóttir keppir fyrir Holland á EM. mbl.is/Árni Sæberg

Eyþóra Þórisdóttir var í dag valin í hollenska landsliðið í fimleikum sem keppir á EM í Glasgow í Skotlandi í ágúst. Báðir foreldrar Eyþóru eru íslenskir, en hún hefur alla tíð búið í Hollandi.

Eyþóra tók þátt í Ólympíuleikunum í Ríó fyrir tveimur árum og hafnaði í níunda sæti í fjölþraut. Hún skipar hollenska liðið ásamt Céline van Gerner, Vera Pol, Tisha Volleman og Sanne Wevers. 

Hún hefur unnið fjölmörg verðlaun á stórmótum, m.a silfur á jafnvægisslá á EM í fyrra. Eyþóra lýsti yfir ánægju sinni með áfangann á Twitter í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert