Tapaði eftir oddalotu

Kári Gunnarsson
Kári Gunnarsson mbl.is/Golli

Kári Gunnarsson komst í 8 manna úrslit í einliðaleik á opnu badmintonmóti, Yonex/K&D Graphics International Series, í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Flestir keppenda á mótinu komu frá Bandaríkjunum og Kanada.

Kári sló út tvo Bandaríkjamenn á leið sinni í 8 manna úrslitin. Hafði betur gegn Alohi Sheung 21:14 og 21:19 í 32 manna úrslitum og Calvin Lin 21:14 og 21:15 í 16 manna úrslitum. Kári féll úr leik gegn landa þeirra Sheng Lyu í 8 manna úrslitum eftir oddalotu.

Kári vann fyrstu lotuna 21:13 og útlitið var því nokkuð gott en Lyu vann þá næstu naumlega 21:19. Í oddalotunni var sá bandaríski sterkari og vann hana 21:15.

Kári Gunnarsson var fyrir mótið í 220. sæti heimslistans í einliðaleik. sport@mbl.is