Blaklandsliðin standa í stórræðum í Digranesi

mbl.is/Hari

Íslensku landsliðin í blaki verða í eldlínunni á morgun þegar tekinn verður upp þráðurinn í annarri umferð undankeppni Evrópumótsins. Kvennalandsliðið tekur á móti landsliði Slóvena í íþróttahúsinu í Digranesi klukkan 15 og þremur stundum síðar verður flautað til viðureignar karlaliðs Íslands og Moldóvu.

Landslið Slóvena vann landslið Ísraels, 3:0, í fyrstu umferð á miðvikudaginn á sama tíma og íslenska liðið lá fyrir Belgíu, sem er með langöflugasta liðið í riðlinum.

Mikil endurnýjun hefur orðið á kvennalandsliðinu á síðustu misserum og sem dæmi má nefna að fjórar konur léku sinn fyrsta landsleik gegn Belgum á dögunum.

Nánari umfjöllun um íslensku landsliðin í blaki má sjá í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert