„Sér stundum í íslensku reiðina“

„Maður sér stundum í íslensku reiðina þegar hún verður örg,“ segir kanadíska landsliðskonan Desiree Scott um liðsfélaga sinn hjá Utah Royals, Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur. Hún er þekkt sem Gunny á meðal stuðningsmanna liðsins og nýtur mikilla vinsælda enda hefur hún leikið frábærlega í NSWL-deildinni.

Anna Marsibil Clausen, blaðamaður á mbl.is, ferðaðist til Salt Lake City á dögunum og hitti Gunnhildi ásamt Scott og Lauru Harvey, þjálfara liðsins. Í myndskeiðinu er rætt við þær og fylgst með Gunnhildi Yrsu á æfingum og í leikjum liðsins. 

Utah Royals er nýtt lið og Gunnhildur Yrsa skoraði fyrsta mark þess í bandarísku atvinnumannadeildinn NSWL og það er einnig sýnt í myndskeiðinu. Deildin hófst í byrjun árs og hefur Gunnhildur Yrsa verið einn af lykilmönnum liðsins sem er í harðari baráttu um að komast í úrslitakeppni deildarinnar.

Í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins verður ítarlegt viðtal við Gunnhildi Yrsu sem verður í eldlínunni í leiknum mikilvæga við Þýskaland á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert