Gríðarleg fjölgun gervigrasleikja í efstu deildum

Birkir Már Sævarsson úr Val og Hilmar Árni Halldórsson úr …
Birkir Már Sævarsson úr Val og Hilmar Árni Halldórsson úr Stjörnunni eru vanir gervigrasinu af sínum heimavöllum. Nú mun útileikjum þeirra á slíkum völlum fjölga nokkuð á næsta keppnistímabili. mbl.is/​Hari

Helmingur allra leikja í úrvalsdeild karla í knattspyrnu á árinu 2019, í það minnsta, verður leikinn á gervigrasi. Leikjum á gervigrasi mun fjölga um allavega 31 á milli ára og þetta verður stærsta stökkið á þessu sviði í sögu Íslandsmótsins í knattspyrnu.

Í ár voru þrjú liða Pepsi-deildar karla með heimaleiki sína á gervigrasi, Valur, Stjarnan og Fylkir. Fylkismenn léku sex fyrstu leiki sína innanhúss, í Egilshöllinni, en hina fimm á nýja gervigrasinu á Floridana-velli sínum í Árbænum.

Þá lék Fjölnir fyrstu tvo heimaleiki sína í Egilshöllinni vegna slæmra vallarskilyrða í vor.

Það voru því alls 35 leikir af 132 í deildinni á nýliðnu keppnistímabili leiknir á gervigrasi, þar af átta innanhúss, en 97 voru leiknir á náttúrulegu grasi.

En nú breytist landslagið verulega. Tvö félög, Breiðablik og Víkingur í Reykjavík, munu færa sig yfir á gervigras fyrir næsta tímabil en þá á að vera búið að skipta um undirlag á Kópavogsvelli og Víkingsvelli.

Sjá fréttaskýringu um aukna keppni á gervigrasi í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert