Ágætt að vera í fimleikasalnum allan daginn

Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í hópfimleikum, fyrir utan …
Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í hópfimleikum, fyrir utan hótel liðsins í Lissabon í gær. Á bak við hana sést í listaverk eftir Erró sem þekur stóran vegg fyrir utan hótelið. mbl.is/Ívar Benediktsson

Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í hópfimleikum, er nú að taka þátt í sínu fimmta Evrópumóti í hópfimleikum, þar af er hún í annað sinn í röð fyrirliði kvennalandsliðsins. Hún hefur alltaf komið heim með verðlaun í farteskinu.

Fyrst brons í stúlknaflokki á EM 2010, þá gull í sama flokki tveimur árum síðar og silfurverðlaun í fullorðinsflokki 2014 og 2016. Í dag gerir hún ásamt stöllum sínum í kvennalandsliðinu atlögu að gullverðlaunum á EM í Portúgal.

Eftir framúrskarandi frammistöðu í undankeppninni á fimmtudaginn þar sem íslenska sveitin hafnaði í öðru sæti bendir allt til að baráttan um gullið verði á milli sænsku og íslensku sveitarinnar. Spekingar hér ytra segja sveitirnar vera hnífjafnar. Andrea Sif var á sama máli þegar hún settist niður með blaðamanni á hóteli landsliðsins að loknum morgunverði í gærmorgun.

Sjá ítarlegt viðtal við Andreu Sif í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert