Ellert B. Schram heiðraður

Ljósmynd/ÍSÍ

Framkvæmdastjórn Evrópusambands ólympíunefnda (EOC) samþykkti einróma á stjórnarfundi sínum að sæma Ellert B. Schram, heiðursforseta Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, heiðursviðurkenningunni EOC Laurel Award – lárviðarsveig EOC. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íþrótta- og ólympíusambandinu. 

Viðurkenninguna fékk Ellert fyrir frábær störf í þágu íslenskra íþrótta og ólympíuhreyfingarinnar segir í tilkynningunni en Ellert var forseti ÍSÍ í fimmtán eða frá 1991 til 2006. Áður hafði hann verið formaður KSÍ um árabil. 

„Afhendingin fór fram á lokadegi aðalfundar EOC sem fram fór í Marbella á Spáni dagana 9. og 10. nóvember.

Íþrótta- og ólympíusamband Íslands óskar Ellert innilega til hamingju með þessa verðugu viðurkenningu,“ segir enn fremur í tilkynningunni frá ÍSÍ. 

Ljósmynd/ÍSÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert