Nær varla tímamótasigrinum

Roger Federer þegar niðurstaðan lá fyrir í London.
Roger Federer þegar niðurstaðan lá fyrir í London. AFP

Svissneska goðsögnin Roger Federer mun tæplega ná sínum hundraðasta sigri á móti á atvinnumannaferlinum á þessu ári. Federer tapaði í fyrstu umferð á síðasta mótinu sem hann ætlar að taka þátt í árið 2018 og þótti óvenjupirraður. 

Federer tapaði í fyrstu umferð á ATP Finals-mótinu sem haldið er í hinni glæsilegu O2-höll í London. Japaninn Kei Nishikori hafði betur gegn Federer 7:4, 4:7 og 6:3 en Nishikori er í níunda sæti heimslistans. 

Federer mætir Dominic Thiem á þriðjudag og þarf á sigri að halda til að komast áfram á mótinu. 

Federer er 37 ára gamall og hefur sigrað á níutíu og níu atvinnumannamótum í tennis. Kappinn þótti pirraður og ólíkur sjálfum sér í leiknum gegn Nishikori. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert