Meistararnir skoruðu níu

Jóhann Már Leifsson sækir að marki SR í kvöld.
Jóhann Már Leifsson sækir að marki SR í kvöld. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Íslandsmeistarar SA voru í stuði er SR heimsótti þá í Hertz-deild karla í íshokkíi í kvöld og skoruðu níu mörk, en lokatölur urðu 9:2, SA í vil. Leikurinn var jafn framan af og var staðan 1:1 eftir fyrsta leikhluta, en eftir hann tóku SA-menn völdin og unnu afar sannfærandi sigur. 

Jussi Sipponen, spilandi þjálfari SA, skoraði fyrsta markið á 5. mínútu, áður en Sölvi Freyr Atlason jafnaði metin á 17. mínútu. Patrik Podsednicek kom SR yfir á 31. mínútu, en SA svaraði með næstu átta mörkunum. 

Jordan Steger og Thomas Stuart-Dant skoruðu tvö mörk hvor fyrir SA og þeir Jóhann Már Leifsson, Hafþór Sigrúnarson, Sigmundur Sveinsson og Andri Mikaelsson skoruðu eitt mark hver ásamt Jussi Sipponen. 

Með sigrinum fór SA upp í toppsæti deildarinnar, en meistararnir eru með 11 stig, eins og SR, en SA á tvo leiki til góða. Björninn rekur lestina með fimm stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert