Farah hleypur í London

Mo Farah.
Mo Farah. AFP

Skipuleggjendur Lundúna maraþonsins tilkynntu í gær að Bretinn Mo Farah hefði skráð sig til keppni í hlaupinu.

Farah er fjórfaldur ólympíumeistari í 5 þúsund og 10 þúsund metra hlaupum eins og íþróttaunnendur þekkja en hefur nú snúið sér að maraþonhlaupi. Gerði hann það á þessu ári og lauk keppnisferli sínum á hlaupabrautinni með heimsmeistaratitli í 10 þúsund metrunum á HM í London í fyrra. Var hann í framhaldinu valinn íþróttamaður ársins hjá BBC.

Farah hefur þegar náð góðum tíma í maraþoni. Raunar náði hann besta tíma Evrópubúa í maraþoni í Chicago í október. Hann tók einnig þátt í Lundúna maraþoninu á þessu ári og hafnaði þá í 3. sæti.

Farah er 35 ára gamall innflytjandi og fæddur í Sómalíu. Hann nýtur mikillar virðingar á meðal Englendinga og má gera ráð fyrir því að nærvera hans auki enn á stemninguna sem ríkir í kringum viðburðinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert