Styrktarmót knattspyrnukvenna

Flott mæðgin. Petra Fann­ey Braga­dótt­ir og Frosti Jay Freem­an sem …
Flott mæðgin. Petra Fann­ey Braga­dótt­ir og Frosti Jay Freem­an sem íslenskar knattspyrnukonur hafa ákveðið að styrkja í ár með veglegu knattspyrnumóti. Ljósmynd/Aðsend

Haldið verður styrktarmót í knattspyrnu fyrir allar konur sem spila í Pepsí deild kvenna, Inkasso deild kvenna, núverandi og fyrrverandi landsliðskonur, sem og allar þær sem eru 20 ára og eldri og hafa spilað í efstu deild kvenna. „Við ætlum að styrkja eina fjölskyldu með þessu framtaki okkar“ segir Guðlaug Jónsdóttir fyrrum landsliðskona í knattspyrnu úr KR í síðdegisþætti K100. Þangað mættu hún ásamt Ástu Árnadóttur úr Val, en þær hafa lengi undirbúið þennan viðburð, sem þær vonast til að verði árlegur. 

Petra lék með KR og ÍBV

Ákveðið hefur verið að styrkja Petru Fanneyju Bragadóttur og Frosti Jay Freem­an í þetta sinn, en Petra er gamall félagi úr boltanum sem spilaði með KR og ÍBV á sínum tíma. Frosti sonur hennar er ellefu ára gam­all með sjaldgæfan erfðasjúk­dóm. Ein­kenni sjúk­dóms­ins eru vax­andi óstöðug­leiki við hreyf­ing­ar sem leiðir til al­var­legr­ar færniskerðing­ar. Engin lækning er við sjúkdómnum og því miðast allt við að auka lífsgæði Frosta líkt og hægt er.  

Mótið verður haldið í Egilshöll þann 29. desember og hér má nálgast frekari upplýsingar um viðburðinn - Styrktarmót í knattspyrnu kvenna 2018. 

Þær hvetja allar knattspyrnukonur að koma og hitta fyrrverandi og núverandi knattspyrnukonur enda verður heiðursgestur, ræðumaður, verðlaun fyrir bestu tilþrifin, flottasta markið og fleira.

Viðtalið við Guðlaugu og Ástu má hlusta á hér að neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert