O'Sullivan sleginn út á HM af áhugamanni

Ronnie O'Sullivan
Ronnie O'Sullivan AFP

Afar óvænt úrslit urðu í 1. umferð á heimsmeistaramótinu í snóker í Sheffield í dag þegar fimmfaldur heimsmeistari  Ronnie O'Sullivan tapaði fyrir áhugamanninum James Cahill.

Þetta verða að teljast óvæntu úrslitin í snókerheiminum frá upphafi en Cahil, sem er 23 ára gamall, er fyrsti áhugamaðurinn sem nær að tryggja sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu. Hann vann rimmuna 10:8.

mbl.is