Fór í úrslit í öllum greinum

Anton Sveinn McKee stóð sig vel í Bloomington.
Anton Sveinn McKee stóð sig vel í Bloomington. mbl.is/Hari

Anton Sveinn McKee lauk keppni á TYR Pro Swim Series í Bloomington í Indiana nú í kvöld þegar hann keppti í þriðja sinn til úrslita á mótinu.

Anton keppti í 200 metra bringusundi og hafnaði í fimmta sæti á 2:12,44 mínútum. Hann komst í úrslit í öllum sínum greinum en Anton varð þriðji í 100 metra bringusundi og fjórði í 50 metra bringusundi þar sem hann setti Íslandsmet.

Tímabilið fer því vel af stað hjá Antoni sem býr sig undir Smáþjóðleikana sem fara fram í Svartfjallalandi í lok maí og heimsmeistaramótið sem fer fram í Gwangju í Suður Kóreu í lok júlí.

mbl.is