Sjö keppendur Íslands á Evrópuleikunum

Bogfimihópur Íslands kom á keppnisstaðinn í Minsk í gær og …
Bogfimihópur Íslands kom á keppnisstaðinn í Minsk í gær og eru fyrstu fulltrúar Íslands sem mæta á svæðið. Eowyn Marie Alburo Mamalias keppir með trissuboga og þjálfarar eru Guðmundur Örn Guðjónsson og Kelea Josephine Alexandra Quinn. Ljósmynd/ÍSÍ

Sjö keppendur munu keppa fyrir Íslands hönd á Evrópuleikunum í Minsk í Hvíta-Rússlandi sem fara fram dagana 21.-30. júní.

Leikarnir eru haldnir á vegum Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC). Keppt verður í 15 íþróttagreinum og mun Ísland eiga keppendur í badmintoni, júdó, fimleikum, bogfimi og skotíþróttum. Í átta greinum af þeim 15 sem keppt verður í geta keppendur náð lágmörkum á Ólympíuleikana í Tókýó í Japan árið 2020.

Evrópuleikarnir eru taldir mikilvægur hluti af undirbúningi íþróttafólks fyrir Ólympíuleikana í Tókýó. Gert er ráð fyrir að um 4.000 keppendur frá 50 löndum taki þátt í Evrópuleikunum og að margir hverjir tryggi sig inn á Ólympíuleikana.

Sjö keppendur munu keppa fyrir Íslands hönd á Evrópuleikunum. Þeir eru:

  • Agnes Suto-Tuuha, áhaldafimleikar kvenna
  • Ásgeir Sigurgeirsson, 10m loftbyssa
  • Eowyn Marie Alburo Mamalias, trissubogi kvenna
  • Hákon Þór Svavarsson, leirdúfuskotfimi (skeet) karla
  • Kári Gunnarsson, badminton, einliðaleikur karla
  • Sveinbjörn Jun Iura, júdó -81kg karla
  • Valgarð Reinhardsson, áhaldafimleikar karla

Auk þeirra eru í íslenska hópnum þau:

  • Andri Stefánsson, aðalfararstjóri
  • Atli Jóhannesson, flokksstjóri/þjálfari - badminton
  • Guðmundur Örn Guðjónsson, flokksstjóri/þjálfari - bogfimi
  • Halldór Axelsson, flokksstjóri/þjálfari - skotíþróttir
  • Kelea Josephine Alexandra Quinn, þjálfari - bogfimi
  • Lajos Kiss, þjálfari - áhaldafimleikar
  • Róbert Kristmannsson, flokksstjóri/þjálfari - áhaldafimleikar
  • Yoshihiko Iura, flokksstjóri/þjálfari - júdó 

Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, verður viðstaddur setningarhátíð leikanna og fyrstu keppnisdaga auk þess sem að Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ verður viðstödd leikana, en hún situr bæði í framkvæmdastjórn EOC (Evrópsku Ólympíunefndanna) og situr í Evrópuleikanefnd á vegum sömu samtaka. Leikarnir verða settir föstudagskvöldið 21. júní og þeim slitið að kvöldi sunnudagsins 30. júní.

Ítarleg keppnisdagskrá á leikunum má sjá á heimasíðu ÍSÍ, HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert