Anton Sveinn kom fyrstur í mark

Anton Sveinn McKee
Anton Sveinn McKee Ljósmynd/Simone Castrovillari

Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee lauk keppni í 200 metra bringusundi á Pro Swim Series í Grennsboro, Vestur Virginíu í dag. Hann gerði sér lítið fyrir og kom fyrstur í mark á 2:11,90 mínútum. 

Tíminn er þremur sekúndum hraðari en sá sem hann skilaði í undanrásum fyrr um morguninn. Á meðal þeirra sem Anton sigraði í sundinu var Andrwe Wilson, sem var á verðlaunapalli á HM Kóreu í sumar. 

Ant­on hef­ur þegar tryggt sér sæti á Ólymp­íu­leik­un­um í Tókýó næsta sum­ar, einn ís­lenskra íþrótta­manna. Und­ir­bún­ing­ur hans fyr­ir leik­ana er haf­inn.

Í gær synti hann 100 metra bring­u­sund og hafnaði í 3. sæti á 1:01,25 mín­útu, eft­ir að hafa synt á 1:00,94 í und­an­rás­um.

Í byrj­un næsta mánaðar kepp­ir Ant­on Sveinn á EM í 25 metra laug í Glasgow í Skotlandi þar sem hann kepp­ir í 50, 100 og 200 metra bring­u­sundi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert