Ótrúleg helgi hjá Má í Ásvallalaug

Már Gunnarsson.
Már Gunnarsson. Ljósmynd/ÍF

Sundkappinn Már Gunnarsson gerði sér lítið fyrir og synti undir gildandi heimsmeti í þremur greinum á Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í 25 metra laug um helgina en mótið, sem var hluti af Íslandsmeistaramóti Sundsambands Íslands, fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði.

Már synti á tímanum 1:11,85 í 100 metra baksundi, kom í mark á tímanum 33,17 í 50 metra baksundi og þá synti hann á tímanum 2:34,57 í 200 metra baksundi. Már keppir í fötlunarflokki S11, flokki blindra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert