Rúmri sekúndu frá sæti í undanúrslitum

Snæfríður Sól Jór­unn­ar­dótt­ir eftir sundið í dag.
Snæfríður Sól Jór­unn­ar­dótt­ir eftir sundið í dag. Ljósmynd/SSÍ

Snæfríður Sól Jór­unn­ar­dótt­ir var rúmri sekúndu frá því að komast í undanúrslit í 100 metra skriðsundi á Evrópumótinu í 25 metra laug í Glasgow í dag. 

Hún hafnaði í fimmta sæti í fjórða riðli á 55,25 sekúndum og varð í 34. sæti. Nina Kost frá Sviss varð síðust inn í undanúrslitin á 54,15 sekúndum. 

Jó­hanna Elín Guðmunds­dótt­ir varð fjórða í öðrum riðli á 56,03 sekúndum og í 47. sæti. Jóhanna keppti í 50 metra flugsundi fyrr í dag og hafnaði í 27. sæti. 

Jóhanna keppir í 50 metra skriðsundi á sunnudag, sem verður hennar síðasta einstaklingsgrein. Snæfríður keppir í 200 metra skriðsundi á laugardag og 50 metra skriðsundi á sunnudag. 

Krist­inn Þór­ar­ins­son hafnaði í 50. sæti af 62 keppendum í 100 metra baksundi. Hann synti á 53,99 sekúndum. Hann keppir í 100 m fjór­sundi á laug­ar­dag og 50 m baksundi á sunnu­dag.

Jó­hanna Elín Guðmunds­dótt­ir varð í 47. sæti.
Jó­hanna Elín Guðmunds­dótt­ir varð í 47. sæti. Ljósmynd/SSÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert