Ingólfur og Axel fyrstu sigurvegarar tímabilsins

Íslandsmeistaramótið í kvartmíluakstri hófst um helgina.
Íslandsmeistaramótið í kvartmíluakstri hófst um helgina. Ljósmynd/JAK

Fyrsta umferð Íslandsmeistaramótsins í kvartmíluakstri fór fram í gær á kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni á Reykjanesi. Tuttugu og fimm keppendur voru skráðir til leiks í fjórum flokkum bíla og tveimur mótorhjólaflokkum.

Ingólfur Arnarson, formaður Kvartmíluklúbbsins, stóð uppi sem sigurvegari í ofurbílaflokki en á eftir honum kom Valur Vífilsson. Íslandsmeistari síðasta árs í flokknum, Stefán Hjalti Helgason, féll úr keppni.

Axel Indriði Einarsson sigraði í True street-flokki, Viktor Hjörvarsson hafði sigur í Street-flokki og Kristján Þorbjörn Bóasson varð hlutskarpastur í Standard street-flokki. Ólafur Ragnar Ólafsson sigraði í +G flokki mótorhjóla og Davíð Þór Einarsson í flokki breyttra götuhjóla.

Sigurvegarar í einstökum flokkum stilla sér hér upp, kampakátir eftir …
Sigurvegarar í einstökum flokkum stilla sér hér upp, kampakátir eftir vel heppnaðan keppnisdag. Ljósmynd/JAK
mbl.is