Einn sá besti að yfirgefa stærsta liðið

Chris Froome.
Chris Froome. AFP

Einn besti hjól­reiðamaður heims, Chris Froome, er á förum frá liði sínu Ineos en hann hefur verið þar í tíu ár og fjórum sinnum unnið Tour de France.

Froome mun keppa í Frakklandshjólreiðunum með Ineos í ár en þær hefjast 29. ágúst. Eftir það mun hann ganga til liðs við Israel Start-Up Nation, nýtt lið sem er að semja við þekkta hjólreiðakappa. Ásamt Froome hafa þeir Dan Martin og Alex Dowsett einnig samið við liðið.

Bretinn vann Frakklandshjólreiðarnar árin 2013, 2015, 2016 og 2017 og hefur keppt fyrir Ineos síðan liðið var stofnað árið 2009, þá undir nafninu Team Sky. Hann verður samningslaus í desember og hefur lítið getað keppt eftir að hafa lent í hjólreiðaslysi á síðasta ári þar sem hann braut þó nokkur bein í líkamanum og var á spítala í nokkrar vikur.

mbl.is