Engar íþróttaæfingar með snertingu

Knattspyrnulið mega ekki æfa með snertingum.
Knattspyrnulið mega ekki æfa með snertingum. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Á upplýsingafundi Almannavarna í hádeginu kom fram að íþróttaæfingar með snertingu skulu ekki fara fram næstu vikuna vegna hertra sóttvarnarlaga. 

Í fundi gærdagsins kom fram að lagt yrði til að öllum íþróttakeppnum fullorðinna skyldi frestað til 10. ágúst. KSÍ tilkynnti í framhaldinu að öllum knattspyrnuleikjum í meistara- og 2. flokki yrði frestað til 5. ágúst fyrst um sinn. 

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, sagði í dag að íþróttir fullorðinna sem krefjast snertinga skyldu ekki fara fram næstu vikuna og gæta þyrfti sóttvarna með búnað sem gengi á milli fólks. 

Íþróttaæfingar barna fæddra 2005 og síðar haldist óbreyttar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert