Fer stóri bikarinn á loft?

Leikmenn Dallas Stars fagna marki.
Leikmenn Dallas Stars fagna marki. AFP

Úrslitin geta ráðist í NHL-deildinni í íshokkíi í nótt þegar Tampa Bay Lightning og Dallas Stars mætast í sjötta sinn í úrslitarimmunni um Stanley-bikarinn. 

Leikið er í Edmonton í Kanada en þar hefur úrslitakeppnin farið fram eftir að deildin fór í gang að nýju í sumar eftir langt hlé vegna kórónuveirunnar. Áhorfendur eru ekki leyfðir ekki frekar en í NBA. 

Tampa er 3:2 yfir í rimmunni og þarf því einn sigur til viðbótar til að verða meistari. Dallas þarf hins vegar að vinna síðustu tvö eins og gefur að skilja. Í rauninni þyrfti liðið að vinna þrjá leiki í röð því liðið vann síðasta leik eftir að Tampa komst í 3:1. 

Tampa varð síðast meistari árið 2004 en Dallas 1999. Eru það einu sigrar liðanna í NHL en bæði félögin eru í yngri kantinum miðað við mörg önnur í deildinni en Stanley-bikarinn sem keppt er um var hannaður árið 1892. 

Leikmenn Tampa fagna marki.
Leikmenn Tampa fagna marki. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert