Mahomes sló met gegn Baltimore

Patrick Mahomes fagnar snertimarki hjá Kansas í nótt.
Patrick Mahomes fagnar snertimarki hjá Kansas í nótt. AFP

Meistararnir í Kansas City Chiefs fara vel af stað á nýju keppnistímabili í NFL-deildinni í ameríska fótboltanum og hafa unnið fyrstu þrjá leikina. 

Kansas hafði betur gegn Baltimore Ravens í nótt 34:20 og sló leikstjórnandinn Patrick Mahomes met í leiknum. Enginn leikstjórnandi í sögu deildarinnar hefur verið fljótari en hann að kasta samtals 10 þúsund jarda (sendingar sem heppnast). Til þess þurfti hann þrjátíu og fjóra leiki. 

Nokkur lið hafa unnið alla þrjá leiki sína í upphafi móts eins og Kansas. Eru það Seattle Seahawks, Green Bay Packers, Chicago Bears, Pittsburgh Steelers, Tennessee Titans og Buffalo Bills. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert