Fluttur með sjúkraþyrlu eftir alvarlegt slys

Tommy Ford var fluttur af fjallinu með sjúkraþyrlu.
Tommy Ford var fluttur af fjallinu með sjúkraþyrlu. AFP

Flytja þurfti skíðamanninn Tommy Ford með sjúkraþyrlu eftir að hann slasaðist alvarlega í Adelboden í Sviss þar sem heimsmeistaramótið í stórsvigi fer fram. Bandaríkjamaðurinn missti stjórn á skíðunum og lenti á öryggisneti eftir nokkrar byltur.

Sjúkraþyrla sótti Ford og flutti hann á næsta sjúkrahús um tuttugu mínútum síðar en þetta er annað slysið á mótinu til þessa eftir að heimamaðurinn Lucas Braathen hrasaði við endalínuna í gær. Ford fékk meðal annars högg á hálsinn og var fluttur af fjallinu í hálsspelku en samkvæmt norska miðlinum Bergens Tidende er hann með meðvitund og þá hefur bandaríska skíðasambandið sent frá sér tilkynningu og sagt frá því að Ford hafi getað rætt við lækna á sjúkrahúsinu.

mbl.is