Skoraði fjögur í tíu marka leik

Sigrún Árnadóttir fór mikinn fyrir Fjölni.
Sigrún Árnadóttir fór mikinn fyrir Fjölni. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Sigrún Árnadóttir fór á kostum fyrir Fjölni þegar liðið mætti SR í Hertz-deild kvenna í íshokkí í Egilshöll í kvöld.

Leiknum lauk með 9:1-sigri Fjölnis en Sigrún skoraði fjögur mörk fyrir Grafarvogsliðið.

Laura Murphy kom Fjölni yfir í fyrsta leikhluta og Fjölnisliðið bætti við sex mörkum til viðbótar í öðrum leikhluta.

SR tókst að minnka muninn í 2:1 en Fjölnisliðið hélt áfram í þriðja leikhluta og bætti við tveimur mörkum til viðbótar.

Laura Murphy skoraði tvö mörk fyrir Fjölni og þær Kristín Ingadóttir, Maríana Birgisdóttir og Steinunn Sigurgeirsdóttir sitt markið hver.

Arna Friðjónsdóttir skoraði eina mark SR sem er án stiga í neðsta sæti deildarinnar eftir fyrstu tvo leiki sína.

Fjölnir er hins vegar í efsta sæti deildarinnar með 3 stig eftir tvo leiki og hefur jafn mörg stig og SA sem á leik til góða á Fjölni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert