Heimsmeistarinn tók upp þráðinn

Dina Asher-Smith.
Dina Asher-Smith. AFP

Keppnistímabilið er hafið hjá Evrópu- og heimsmeistaranum í 200 metra hlaupi kvenna, Dinu Asher-Smith frá Englandi, en hún keppti í gær í greininni í fyrsta skipti í hálft annað ár. 

Lítið varð úr keppnistímablinu í fyrra vegna heimsfaraldursins en Asher-Smith varð heimsmeistari í 200 metra hlaupi í Doha seint á árinu 2019. 

Í gær keppti hún aftur í greininni og hóf þar með keppnistímabilið hjá sér utanhúss en Asher-Smith ætlar sér stóra hluti á Ólympíuleikunum. Ólympíugull vantar í safnið. 

Asher-Smith keppti á móti á Ítalíu og vann 200 metrana á fínum tíma miðað við fyrsta mót sumarsins en hún hljóp á 22,54 sekúndum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert