Hlynur bætti Íslandsmetið

Hlynur Andrésson
Hlynur Andrésson Ljósmynd/FRÍ

Langhlauparinn Hlynur Andrésson bætti eigið Íslandsmet í 10 þúsund metra hlaupi á móti í Birmingham á Englandi í kvöld þegar hann kom í mark á 28:36,80 mínútum.

Fyrra metið sem Hlynur setti í Hollandi í september 2020 var 28:55,47 mínútur en hann er handhafi Íslandsmetanna í fimm greinum. Hinar eru 3.000 m hlaup, maraþonhlaup, hálft maraþon og míluhlaup.

Hann kom annar í mark í B-flokki hlaupsins á mótinu, ellefu sekúndum á eftir Ítalanum Pietro Riva en sekúndu á undan Tiidrek Nurme frá Eistlandi sem hafnaði í þriðja sæti en 36 hlupu í B-flokknum. Hlynur náði betri tíma en 20 keppendur í A-flokki hlaupsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert