Vaknaði við hríðskotabyssur í Mexíkó

„Ferðalag mitt til Mexíkó er mjög eftirminnilegt,“ sagði Sigurður Unnar Hauksson, margfaldur Íslandsmeistari í skotfimi og landsliðsmaður í greininni, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Sigurður Unnar tók þátt í heimsbikarmóti í Acapulco í Mexíkó árið 2019 þar sem hafnaði í 80. sæti með 111 stig.

Acapulco var þá þriðja hættulegasta borg heims, meðal annars vegna fíkniefnastríðsins sem geisar í landinu.

„Áður en ég fór komst ég að því að þetta væri önnur eða þriðja hættulegasta borgin í heiminum og alveg glórulaust að vera með mót þarna,“ sagði Sigurður Unnar.

„Strax á fyrsta degi vöknum við við hríðskotabyssur sem var ekki góð upplifun. Þetta var ekki langt frá okkur heldur sem bætti ekki úr skák.

Við þurftum svo að keyra í sirka 40 mínútur til þess að komast á skotsvæðið og við fengum ekki bara lögreglufylgd á svæðið heldur biðu þeir fyrir utan skotsvæðið á meðan við værum að keppa og æfa okkur,“ bætti Sigurður Unnar við.

Viðtalið við Sigurð Unnar í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert