Unnu öll til verðlauna á Norðurlandamótinu í sundi

Þórey Ísafold Magnúsdóttir, til vinstri, og Thelma Björg Björnsdóttir, til …
Þórey Ísafold Magnúsdóttir, til vinstri, og Thelma Björg Björnsdóttir, til hægri, á verðlaunapallinum. Ljósmynd/ÍF

Ísland átti fjóra keppendur í flokkum fatlaðra á Norðurlandamótinu í sundi sem fór fram í Väsby í útjaðri Stokkhólms um síðustu helgi, þrjá í kvennaflokki og einn í karlaflokki og öll unnu þau til verðlauna á mótinu.

Guðfinnur Karlsson úr Firði fékk tvenn bronsverðlaun, í 100 metra baksundi og 400 metra bringusundi í flokki S11.

Sonja Sigurðardóttir úr ÍFR fékk silfurverðlaun í 50 metra baksundi í flokki S4.

Þórey Ísafold Magnúsdóttir úr KR fékk silfurverðlaun í 100 metra bringusundi í flokki S14.

Thelma Björg Björnsdóttir úr ÍFR fékk bronsverðlaun í 100 metra bringusundi í flokki SB5.

Ragnar Friðbjarnarson tók fyrir skömmu við starfi landsliðsþjálfara í sundi hjá Íþróttasambandi fatlaðra og mótið í Svíþjóð var hans fyrsta verkefni. Hann hefur áður verið í fagteymi ÍF, síðast á Paralympics í Tókýó í haust.

Íslensku keppendurnir fjórir sem kepptu í Väsby.
Íslensku keppendurnir fjórir sem kepptu í Väsby. Ljósmynd/ÍF
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert