Getur ekki sett eina krónu í nýjan völl eða höll

„Vandamál frjálsíþróttafólksins okkar er það að við veitum því ekki þann stuðning sem það þarf,“ sagði Eva Björk Benediktsdóttir, íþróttafréttamaður á RÚV, í íþróttauppgjöri Dagmála, frétta- og menningarlífsþáttar Morgunblaðsins.

Árið 2021 var frjálsíþróttafólki erfitt vegna kórónuveirufaraldursins og var það lengi vel í vandræðum með tilheyrandi æfingaaðstöðu.

Mikið hefur verið rætt og ritað um nýja þjóðarleikvanga hér á landi fyrir íslenskt íþróttafólk en enn sem komið er hafa hlutirnir gerst hægt í þeim málaflokki.

„Það var ekki einn tartanvöllur í lagi í Reykjavík og frjálsíþróttafólkið var því látið æfa í Kaplakrika ofan í alla iðkendurna þar, sem er langt frá því að vera í lagi,“ sagði Kristjana Arnarsdóttir.

„Flestir af þessum iðkendum þurfa að vinna fulla vinnu eða eru í skóla. Við erum með listamannalaun og af hverju getum við þá ekki haldið uppi þessu íþróttafólki líka?“ bætti Hörður Snævar Jónsson við.

Áramótaþátt og íþróttauppgjör Dagmála í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert