Ógilda landvistarleyfi Djokovics aftur

Serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic.
Serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic. AFP

Stjórnvöld í Ástralíu hafa ógilt landvistarleyfi Novaks Djokivics í annað sinn og hafa farið fram á brottvísun tennisstjörnunnar vegna þess að hann er óbólusettur fyrir Covid-19.

Útlendingamálaráðherra Ástralíu, Alex Hawke, segir í yfirlýsingu að afturköllunin sé á grunvelli lýðheilsu og góðra stjórnsýsluhátta. 

Ógilding landvistarleyfis Djokovis þýðir að hann geti ekki sótt um landvistarleyfi í Ástralíu næstu þrjú árin nema undir sérstökum kringumstæðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina