Norðurlandamótið hefst í Versölum í dag

Valgarð Reinharðsson er nýkrýndur Íslandsmeistari karla í fjölþraut og hann …
Valgarð Reinharðsson er nýkrýndur Íslandsmeistari karla í fjölþraut og hann er í íslenska liðinu sem keppir í dag og á morgun. Ljósmynd/Auður Sigbergsdóttir

Norðurlandamótið í áhaldafimleikum í flokkum fullorðinna og unglinga fer fram í Versölum, húsi Gerplu í Kópavogi, í dag og á morgun. Keppni hefst kl. 9.30 í dag og lýkur um kl. 16 á morgun með verðlaunaafhendingu.

Á mótið mætir allt fremsta fimleikafólk Norðurlanda og keppir um titla í liðakeppni, fjölþraut einstaklinga og á einstökum áhöldum.

Fjölþraut ungmenna hefst kl. 9.30 í dag og fjölþraut fullorðinna klukkan 15. Á morgun hefjast úrslit á áhöldum í báðum flokkum klukkan 11 og aftur klukkan 14.

Íslenska kvennaliðið skipa þær Agnes Suto, Dagný Björt Axelsdóttir, Hildur Maja Guðmundsdóttir, Nanna Guðmundsdóttir og Thelma Aðalsteinsdóttir úr Gerplu og þær Guðrún Edda Min Harðardóttir og Margrét Lea Kristinsdóttir úr Björk.

Íslenska karlaliðið skipa þeir Arnór Daði Jónasson, Atli Snær Valgeirsson, Jónas Ingi Þórisson, Martin Bjarni Guðmundsson, Valgarð Reynisson og Valdimar Matthíasson úr Gerplu og Jón Sigurður Gunnarsson úr Ármanni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert