Alfreð æfir hjá Frey í Danmörku

Alfreð Finnbogason á landsliðsæfingu.
Alfreð Finnbogason á landsliðsæfingu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alfreð Finnbogason landsliðsmaður í knattspyrnu er kominn til Danmerkur þar sem hann æfir undir stjórn Freys Alexanderssonar hjá Lyngby, nýliðunum í dönsku úrvalsdeildinni.

Alfreð er laus allra mála frá Augsburg í Þýskalandi og hefur verið sterklega orðaður við Hammarby í Svíþjóð að undanförnu.

Nú segir danski knattspyrnuvefurinn bold.dk að Alfreð æfði með Lyngby í þessari viku og stefnt sé að því að hann spili æfingaleik með liðinu gegn HB Köge á föstudaginn.

mbl.is