Daði og Freyja settu met í Búkarest

Freyja Birkisdóttir setti met í 1.500 m skriðsundi.
Freyja Birkisdóttir setti met í 1.500 m skriðsundi.

Daði Björnsson og Freyja Birkisdóttir  settu bæði unglingamet á Evrópumeistaramóti unglinga í sundi í Búkarest í Rúmeníu í dag.

Daði hafnaði í 20. sæti í 50 metra bringusundi á nýju meti, 28,97 sekúndum, og hann var aðeins 0,18 sekúndum frá því að komast í sextán manna úrslitin.

Freyja hafnaði í sextánda sæti í 1.500 metra skriðsundi og bætti þar eigið met um rúmar fjórar sekúndur með því að synda á 17:25,46 mínútum.

Freyja varð jafnframt í 29. sæti í 200 metra skriðsundi á 2:10,45 mínútum.

Daði Björnsson setti met í 50 metra bringusundi.
Daði Björnsson setti met í 50 metra bringusundi.

Eva Margrét Falsdóttir hafnaði í 26. sæti í 400 metra fjórsundi á 5:13,11 mínútum.

Einar Margeir Ágústsson hafnaði í 23. sæti í 50 metra bringusundi á 29,19 sekúndum.

Snorri Dagur Einarsson hafnaði í 40. sæti í 50 metra bringusundi á 29,80 sekúndum.

mbl.is