Veðbanki Coolbet opnar fyrir úrslitin á Landsmóti

Þá bendir hann á að það þekkist vel erlendis að …
Þá bendir hann á að það þekkist vel erlendis að veðja á hestaíþróttir. „Sérstaklega veðreiðar, en kappreiðarnar í skeiðinu eru svolítið eins og veðreiðar.“ Hákon Pálsson

Hægt verður að veðja á úrslitin í gæðingakeppnum á Landsmóti sem og í kappreiðunum, sem hefjast í kvöld. 

Kominn er stuðull á alla hestana í B-úrslitum inn á vefsíðu Coolbet, en stuðlar fyrir A-úrslit koma inn þegar það liggur fyrir hverjir sigra B-úrslitin. 

Kappreiðar svipaðar og veðreiðar

„Svona veðmál í hestaíþróttum hafa ekki verið í boði í einhver fimmtíu ár svo það má segja að þetta sé fimmtíu ára afmæli veðbankans, en þá var hann síðast á Landsmóti,“ segir Daði Laxdal, aðstoðarforstjóri Gan hugbúnaðarfyrirtækis sem Coolbet tilheyrir. 

Hann segir að um tilraunaverkefni sé að ræða en finnur fyrir áhuga. „Við bindum svo vonir við að hestamenn taki vel í þetta.“

Þá bendir hann á að það þekkist vel erlendis að veðja á hestaíþróttir. „Sérstaklega veðreiðar, en kappreiðarnar í skeiðinu eru svolítið eins og veðreiðar.“

Kveikir áhuga og ýtir undir spennu

Daði telur að með því að opna fyrir veðmál á hestamannamótum muni enn meiri áhugi kvikna og spennan magnast í kringum íþróttina.

Gangi þetta vel, verður stefnan sett á að bjóða upp á veðmál á fleiri hestamannamótum.

„Íslenski hesturinn er líka alþjóðlegt dæmi.“

Veðreiðar.
Veðreiðar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert