Greiðslur falli niður hjá óléttum leikmönnum

Mynd úr safni. Engin félög voru tilgreind í færslu Leikmannasamtakanna.
Mynd úr safni. Engin félög voru tilgreind í færslu Leikmannasamtakanna. mbl.is/Arnþór Birkisson

Leikmannasamtök Íslands, hagsmunasamtök fyrir íþróttamenn á Íslandi, segja að dæmi séu um að félög á Íslandi hafi sett það inn í samninga að greiðslur til leikmanns falli niður verði hann óléttur.

Því sé sigur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur gegn franska knattspyrnufélaginu Lyon afar mikilvægur, en félaginu var gert að greiða henni 13 milljónir króna í vangoldin laun. Félagið neitaði að greiða henni full laun á meðan hún var ólétt.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu samtakanna en þar fylgir einnig mynd af klásúlu úr samningi hjá liði í Bestu deild kvenna.

Þar segir meðal annars að verði leikmaður þungaður á samningstímanum falli skuldbindingar félagsins niður frá þeim tíma þegar 10 vikur eru liðnar af meðgöngu og þar til leikmaður hefur næst leik í úrvalsdeild Íslandsmóts eða Bikarkeppni KSÍ.

Hér má sjá færsluna í heild sinni: 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert