Anton Sveinn Íslandsmeistari - Náði HM-lágmarki

Anton Sveinn McKee.
Anton Sveinn McKee. Ljósmynd/Simone Castrovillari

Anton Sveinn McKee úr Sundfélagi Hafnarfjarðar sigraði í 100 metra bringusundi á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug í Laugardalnum í dag.

Hann synti á besta tíma sínum síðan árið 2019 eða á 1:00:58 sem jafnframt er lágmark á heimsmeistaramótið í 50 metra laug, sem fram fer í Japan í sumar.

Í sama sundi synti Snorri Dagur Einarsson aftur undir lágmarki á Evrópumeistaramót unglinga í sumar en hann ásamt fjórum öðrum tryggðu sér þátttökurétt fyrr í dag. Hann synti á 1:03:43 og hafnaði í þriðja sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert