Ólafía Þórunn er úr leik

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. AFP

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er úr leik á Kingsmill Championship mótinu í LPGA-mótaröðinni í Williamsburg í Virginíu.

Ólafía Þórunn var að ljúka keppni á öðrum hring og líkt og í gær lék hún hringinn á 73 höggum eða á tveimur höggum yfir pari. Samtals lék hún hringina tvo á fjórum höggum yfir pari sem dugar henni ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn. Fylgst var með Ólafíu á öðrum hringnum í beinni textalýsingu hér á mbl.is sem sjá má hér að neðan.

Ólafía Þórunn hefur nú þegar leikið á sjö mótum á LPGA mótaröðinni frá því í janúar. Hún komst í gegnum niðurskurðinn á fyrstu tveimur mótunum en síðan hafa komið fjögur mót í röð þar sem henni tókst ekki í gegnum niðurskurðinn. Á sjötta mótinu komst hún í gegnum fyrri niðurskurðinn eftir 54 holur.

Ólafía verður næst á ferðinni í LPGA-mótaröðinni þegar hún tekur þátt í Volvik meistaramótinu á Ann Arbor vellinum við Detroit. Mótið hefst a föstudaginn eftir viku og stendur yfir í fjóra daga.

Ólafía í Virginíu, 2. dagur opna loka
kl. 16:02 Textalýsing 18: FUGL - Ólafía endaði á góðu nótunum. Hún fékk fugl á lokaholunni og lék hringinn á 73 höggum eða tveimur höggum yfir pari eins og í gær. Hún er samtals á fjórum höggum yfir pari og er úr leik að þessu sinni en sem stendur er Ólafía í 118. sæti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert