Ragnhildur með gott forskot

Ragnhildur Kristinsdóttir í Leirunni í dag.
Ragnhildur Kristinsdóttir í Leirunni í dag. Ljósmynd/seth@golf.is

Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR er með fjögurra högga forystu eftir fyrsta hringinn á Egils Gull-mótinu á Hólmsvelli í Leiru, fyrsta móti ársins í Eimskipsmótaröðinni í golfi.

Ragnheiður lék hringinn á 71 höggi, einu undir pari vallarins. Gunnhildur  Kristjánsdóttir úr GK er önnur á 75 höggum, þremur yfir pari, og síðan eru jafnar á 77 höggum þær Berglind Björnsdóttir og Saga Traustadóttir úr GR og Hafdís Alda Jóhannsdóttir úr GK.

Eimskipsmótaröðin 2016-17 hófst í september á síðasta ári og þá fóru tvö fyrstu mótin fram. Ragnhildur er með forystu í stigakeppninni eftir þessi tvö mót og er líkleg til að auka hana enn frekar í Leirunni um helgina.

Leiknir eru þrír hringir, annar á morgun og sá síðasti á sunnudaginn.

mbl.is