Fjórir nýliðar í íslensku landsliðunum

Guðrún Brá Björgvinsdóttir er í kvennalandsliðinu.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir er í kvennalandsliðinu. Ljósmynd/GSÍ

Jussi Pitkänen, afreksstjóri Golfsambands Íslands, hefur valið landsliðin sem keppa fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni landsliða í júlí. Um er að ræða þrjú landslið, karla-, kvenna - og stúlkna.

Karla- og kvennalandsliðin keppa í efstu deild um Evrópumeistaratitilinn.

Evrópukeppni landsliða kvenna:

11.-15. júlí: Montado Resort, Portúgal.

Anna Sólveig Snorradóttir (GK)​

Berglind Björnsdóttir (GR)​

Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK)

Helga Kristín Einarsdóttir  (GK)​

Ragnhildur Kristinsdóttir (GR)​

Saga Traustadóttir (GR)

Liðsstjóri: Björgvin Sigurbergsson.

Helga Kristín og Saga eru nýliðar í A-landsliði kvenna. 

Fannar Ingi Steingrímsson er nýliði karlalandsliðinu.
Fannar Ingi Steingrímsson er nýliði karlalandsliðinu. Ljósmynd/GSÍ


Evrópukeppni landsliða karla:

11.-15. júlí: Diamond CC, Austurríki. 

Aron Snær Júlíusson (GKG)

Bjarki Pétursson (GB)

Fannar Ingi Steingrímsson (GHG)

Gísli Sveinbergsson (GK)

Henning Darri Þórðarson (GK)

Rúnar Arnórsson (GK)

Liðsstjóri: Arnór Ingi Finnbjörnsson.

Fannar Ingi og Henning Darri eru nýliðar í A-landsliði karla.  

Evrópukeppni stúlknalandsliða, 

11.-15. júlí: St. Laurence Golf Club, Finnland

Amanda Guðrún Bjarnadóttir (GHD)

Andrea Ýr Ásmundsdóttir (GA)

Andrea Bergsdóttir (HILLS GK, Svíþjóð)

Hulda Clara Gestsdóttir (GKG)

Kinga Korpak (GS)

Zuzanna Korpak (GS)

mbl.is