Danny Willet ekki með á Opna bandaríska

Danny Willett sigraði á Masters-meistaramótinu í fyrra.
Danny Willett sigraði á Masters-meistaramótinu í fyrra. AFP

Englendingurinn Danny Willett dró sig úr keppni eftir fyrsta hring á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Willet hefur verið að glíma við bakmeiðsli, en hann tilkynnti á samfélagsmiðlum í morgun að hann yrði ekki með í mótinu. Willett sigraði á Masters-meistaramótinu í fyrra.

„Önnur vika sem veldur mér vonbrigðum. Ég er að vinna í að koma aftur en líkaminn og sveiflan leyfa það ekki. Því miður," sagði Willett og beindi orðum sínum til aðdáenda sinna. Willett þurfti einnig að draga sig úr keppni á Players meistaramótinu í síðasta mánuði.

mbl.is