Amanda og Sigurður á Duke of York

Böðvar Bragi Pálsson leikur á Ítalíu 5.-7. september.
Böðvar Bragi Pálsson leikur á Ítalíu 5.-7. september. Ljósmynd/GSÍ

Jussi Pitkänen, afreksstjóri GSÍ, hefur valið tvo leikmenn sem munu keppa á Duke of York-mótinu. Amanda Guðrún Bjarnadóttir frá Golfklúbbnum Hamri á Dalvík og Sigurður Már Þórhallsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur keppa á Duke of York. Sturla Höskuldsson, PGA-kennari frá GA, verður liðsstjóri en mótið fer fram 12.-14. september á Royal Liverpool-vellinum.

Sigurður Bjarki Blumenstein (GR), Böðvar Bragi Pálsson (GR) og Andri Már Guðmundsson (GM) munu leika á Teodoro Soldati Trophy á Biella-vellinum á Ítalíu fyrir Íslands hönd dagana 5.-7. september.

mbl.is