Flottur lokahringur hjá Axel

Axel Bóasson
Axel Bóasson Ljósmynd/GSÍ

Axel Bóasson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Ólafur Björn Loftsson voru allir í eldlínunni á lokahringnum á opna finnska mótinu í golfi í gær en mótið var hluti af Nordic mótaröðinni.

Axel átti frábæran lokahring sem hann lék á sex höggum undir pari. Hann lauk keppni á sjö höggum undir pari og endaði í 12. sæti.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék á tveimur höggum undir pari og endaði í 17. sæti á sex höggum undir pari. Ólafur Björn lék lokahringinn á tveimur höggum undir pari og varð í 42. sæti á einu höggi undir pari.

mbl.is