Ólafía lauk leik á fimm undir pari

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í 39.-40. sæti er hún kom í hús á Camb­ia Port­land Classic-mót­inu á LPGA-mótaröðinni í golfi sem fór fram í Port­land í Or­egon í Banda­ríkj­un­um í dag. Þónokkrir kylfingar eiga eftir að ljúka leik og því gæti staða hennar breyst lítillega.

Burt séð frá því er um virkilega góðan árangur að ræða hjá Ólafíu sem var fyrir mótið í 109. sæti á peningalista mótaraðarinnar. Ljóst er að hennar staða mun styrkjast eftir mótið.

Ólafía Þórunn lék á 72 höggum í dag, á pari, fékk tvo fugla, tvo skolla, og 14 pör. Samtals lék hún hringina fjóra á -5.

Ólafía komst í 8. sinn í gegnum niðurskurðinn á þessu móti sem var hennar 18. á LPGA-mótaröðinni. Besti árangur Ólafía er 13. sætið á opna skoska meistaramótinu í lok júlí. Hún lenti í 36. sæti á Thornberry Creek-mótinu í sama mánuði en lengi vel var hennar besti árangur 30. sætið á opna ástralska mótinu í upphafi tímabilsins í febrúar. Þá varð hún 45. sæti í Ohio í júlí.

Ólafía í Portland - 4. hringur. opna loka
kl. 20:39 ÍR Textalýsing <p><strong>18 PAR</strong> - Ólafía fær par á lokaholunni í dag sem er par 4. Endar á parinu á hringnum í dag, 72 höggum, fékk tvo skolla, tvo fugla og 16 pör. Er í 39.-40. sæti þegar hún kemur í hús. Sú staða gæti breyst lítillega.</p> <p><b>Staðan:</b>&nbsp;39.-40. sæti, -5.</p>
mbl.is