Móttaka til heiðurs Birgi Leifi

Birgir Leifur Hafþórsson með verðlaunagripinn sem hann hlaut að launum ...
Birgir Leifur Hafþórsson með verðlaunagripinn sem hann hlaut að launum fyrir sigurinn á mótinu í Frakklandi um síðustu helgi. Ljósmynd/Evrópumótaröðin

Móttaka til heiðurs kylfingnum Birgi Leifi Hafþórssyni fer fram í íþróttamiðstöð GKG í kvöld klukkan 20.

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, Golfsamband Íslands og Forskot afrekssjóður standa sameiginlega að þessari móttöku vegna frábærs árangurs Birgis Leifs á Áskorendamótaröð Evrópu um síðustu helgi þar sem Birgir Leifur gerði sér lítið fyrir og fagnaði sigri og varð þar með fyrsti íslenski kylfingurinn til að vinna mót á næst sterkustu mótaröð í Evrópu.

Allir sem vilja samgleðjast með Birgi í kvöld eru velkomnir segir í frétt á golf.is.

mbl.is