Góður árangur Axels

Axel Bóasson
Axel Bóasson Ljósmynd/GSÍ

Axel Bóasson hafnaði í 7. sæti á Willis Towers Watson Masters mótinu sem fór fram í Danmörku um nýliðna helgi.

Axel lék lokahringinn á 69 höggum eða á þremur höggum undir pari og lék hringina þrjá samanlagt á sex höggum undir pari. Þessi árangur tryggir Axel á meðal fimm efstu kylfingunum á stigalistanum og þar með þátttöku á Áskorendamótinu á næsta ári.

Haraldur Franklín Magnús endaði í 15. sæti en hann lék samtals á þremur höggum undir pari. Hann lék lokahringinn á fjórum höggum undir pari.

mbl.is