Góður hringur hjá Guðrúnu

Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Guðrún Brá Björgvinsdóttir mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, úr Keili, lagaði stöðu sína í lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í dag með góðum hring á öðrum degi mótsins.

Guðrún lék á 70 höggum og var á tveimur höggum undir pari vallarins. Hún lék fyrsta hringinn í gær á 74 og er því á pari samanlagt.

Guðrún er nú í 38. sæti og líkleg til að blanda sér í baráttuna um þau 25 sæti sem eru í boði á Evrópumótaröðinni á næsta ári. Alls verða spilaðir fimm hringir en keppendafjöldi verður skorinn niður eftir fjóra hringi og munu sextíu efstu fá að spila lokahringinn.

mbl.is