Guðrún lék fyrsta hring á 74

Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Guðrún Brá Björgvinsdóttir mbl.is/Golli

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, úr Keili, lék fyrsta hringinn á 74 höggum á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina, LET, í gær en leikið er í Marokkó. Guðrún þarf að gera betur næstu daga til að blanda sér í baráttuna um að komast inn á mótaröðina en þar er fyrir Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni.

Guðrún var á tveimur höggum yfir pari vallarins og er í 68. sæti að loknum fyrsta degi en 104 kylfingar fengu keppnisrétt á lokamótinu. Guðrún komst í gegnum fyrsta stig úrtökumótanna í Marokkó í síðasta mánuði og lék þá mjög vel. 

25 efstu kylfingarnir í mótinu komast á Evrópumótaröðina á næsta ári. Guðrún er þremur höggum frá því eftir fyrsta keppnisdag. Leikið er á tveimur völlum og því verður meira að marka stöðuna eftir daginn í dag þegar allir kylfingarnir hafa leikið sitt hvorn hringinn á völlunum tveimur.

Lokaúrtökumótin eru gjarnan lengri og erfiðari en hefðbundin golfmót. Í þessu tilfelli verða leiknir fimm hringir og keppendafjöldi skorinn niður eftir fjóra hringi þegar kylfingarnir hafa leikið 36 holur á hvorum velli. Sextíu efstu fá að leika lokahringinn. 

mbl.is
L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla