Magnaður sigur hjá McIlroy

Rory McIlroy fagnar síðasta púttinu í Orlando í kvöld.
Rory McIlroy fagnar síðasta púttinu í Orlando í kvöld. AFP

Norður-Írinn Rory McIlroy átti magnaðan lokahring á Arnold Palmer-boðsmótinu í golfi í Orlando í Flórída í kvöld en hann tryggði sér þar sigurinn með því að spila hringinn á 64 höggum.

Hann sigldi með því fram úr þeim sem höfðu verið í fararbroddi fyrstu þrjá daga mótsins en Henrik Stenson frá Svíþjóð stóð best að vígi fyrir lokahringinn. Hann lék hins vegar á 71 höggi, einu undir pari, og endaði aðeins í fjórða sæti á 13 höggum undir pari samtals.

McIlroy var hins vegar á átta undir pari í dag og samtals á 18 höggum undir pari vallarins en hann lék alls á 270 höggum. Bryson De Chambeau var annar á 273 höggum, 15 undir pari, og Justin Rose þriðji á 274 höggum, 14 undir pari.

Tiger Woods lék hringinn á 69 höggum og endaði í 5.-6. sæti ásamt Ryan Moore frá Bandaríkjunum en þeir enduðu báðir á 278 höggum, eða tíu undir pari vallarins.

mbl.is